júlí 2019
Áfallastreituröskun og sjálfsofnæmissjúkdómar
Um langa hríð hafa verið uppi sterkar samfélagslegar hugmyndir um það að áföll og/eða langvarandi streita sé óhagstæð heilsu okkar en á síðustu áratugum hafa vísindarannsóknir rennt nokkrum stoðum undir þessa tilgátu. Dýrarannsóknir og rannsóknir á mönnum sýna til að mynda að mikil eða langvarandi streita getur haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfi okkar og þar með minnkað viðnám okkar við hinum ýmsu sjúkdómum, þar á meðal við sjálfsofnæmissjúkdómum. Hinsvegar hefur verið skortur á stórum og aðferðafræðilega vönduðum rannsóknum á tengslum áfalla og áfallastreituröskunar við síðari tíma áhættu á sjálfsofnæmissjúkómum.
febrúar 2025
Mönnun háskólakennara í heilbrigðisvísindum
Ein grunnstoð mönnunar heilbrigðisstétta á Íslandi er skipulag háskólamenntunar sem veitir starfsréttindi í heilbrigðistengdum greinum. Á undanförnum árum hefur Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands leitast við að svara ákalli stjórnvalda um fjölgun nemenda í heilbrigðistengdum greinum, þar á meðal í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sjúkraþjálfun, og notið sértæks stuðnings stjórnvalda í því verkefni. Þannig hefur Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild undanfarið fjölgað nemendum í hjúkrunarfræði úr 120 í 140 en hefur það að markmiði að þau verði 150 árið 2027. Læknadeild hefur nú þegar fjölgað námsplássum í læknisfræði úr 60 í 75, og hefur það að markmiði að fjölga þeim í 90 árið 2027. Þá stendur til að fjölga námsplássum í sjúkraþjálfun á næstu árum úr 35 í 50.