júní 2014
Hugleiðsla og slökun
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, sagði skáldið Tómas Guðmundsson og í gegnum aldirnar hefur maðurinn leitast við að öðlast skilning bæði á sjálfum sér og veröldinni í kring. Öll leitumst við eftir vellíðan og reynum að forðast vanlíðan og þjáningu, en líf allra inniheldur óhjákvæmilega eitthvað af hvoru tveggja. Öll viljum við vera heilbrigð og hamingjusöm, og notum mismunandi aðferðir til þess.