febrúar 2020
Loftmengun og heilsa
Helsta verkfærið til að draga úr áhrifum loftmengunar á heilsu fólks er minnka mengunina sjálfa. Aðgerðir sem draga úr loftmengun geta hins vegar tekið langan tíma að virka. Hertar kröfur um útblástur nýrra bíla fara til dæmis ekki að hafa áhrif að ráði fyrr en einhverjum árum síðar þegar nokkur endurnýjun hefur orðið í bílaflotanum. Almennt séð eru loftgæði á Íslandi mikil og oftast er Ísland í fyrsta sæti meðal Evrópulanda þegar borin eru saman töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100 þúsund íbúa. Hins vegar koma dagar, sérstaklega í hægviðri síðla vetrar, þegar loftmengun getur farið yfir heilusverndarmörk.