febrúar 2025
Máttur upplýsinga
Við Íslendingar erum á heildina litið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar, og ekki að ástæðulausu – það er margt við kerfið okkar sem við getum með sanni verið hreykin af. Við höfum hannað og byggt upp kerfi að norrænni fyrirmynd sem leggur megináherslu á að samfélagið allt hafi greiðan aðgang að framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Við vinnum út frá samtryggingu, sameiginlegri ábyrgð allra þjóðfélagsþegna okkar og miðum að því að hámarka heilsu og velferð allra. Samfélagið dafnar þegar flest okkar eru heilbrigð og spræk, og við njótum öll góðs af því.