febrúar 2020
Loftgæði innandyra
Í fyrstu hljómar það ef til vill undarlega en ef við hugsum okkur betur um, segir það sig sjálft: inniloft getur verið margfalt mengaðra en útiloft. Við opnum gluggann til að hleypa inn fersku útilofti, ekki öfugt. Inniloft á ávallt uppruna sinn í útilofti og því eru loftgæðin inni alltaf að einhverju leyti háð ástandinu utandyra hverju sinni.