mars 2024
Gjörunnin matvæli og lýðheilsa
Á síðustu áratugum hafa gjörunnin matvæli (e. Ultraprocessed foods) fengið aukna athygli. Rannsóknir á gjörunnum mat hafa bent á að matvælaiðnaðurinn framleiði sífellt meira magn af gjörunnum vörum á kostnað lítið unninna og óunninna matvæla og að neyslan færist meira og meira í átt að þeim. Þá hefur verið gagnrýnt hversu hagnaðardrifin matvælaframleiðsla hefur verið og minni áhersla verið lögð á gæði, næringu og fæðuöryggi, með meiri áherslu á magnframleiðslu matvöru, oft úr ódýrum hráefnum.