júní 2020
Er meiri hagvöxtur alltaf betri?
Við sem búum í hagsældarríkjunum erum flest mikið efnishyggjufólk. Við erum yfirleitt mjög upptekin af efnislegum lífsgæðum og hagvexti. Hér áður fyrr var gjarnan talað um “lífsgæðakapphlaupið” (“rat race” á ensku) sem helsta viðfangsefni fólks í lífinu, með skírskotun til eltingarleiksins við efnahagslegu gæðin. Hugsunin var oft sú, að efnahagslegu gæðin ein skiptu öllu máli fyrir hamingjuleitina. Meiri hagvöxtur og meiri kaupmáttur áttu sem sagt að færa okkur nær æðsta hamingjustiginu.