október 2018
Nýjar áskoranir og ný tækifæri í lýðheilsustarfi
Heilsa og líðan hafa mikil áhrif á daglegt líf og almenn lífsgæði á öllum æviskeiðum. Einstaklingar hafa ekki aðeins hag af því að búa við góða andlega, líkamlega og félagslega heilsu heldur er til mikils að vinna fyrir fjölskyldur, vinnuveitendur og samfélög. Meiri virkni og minni þörf fyrir ýmiss konar úrræði léttir m.a. á heimilum, heilbrigðiskerfinu sem og öðrum kerfum.