júní 2023
Breytingaskeið kvenna
Breytingaskeið kvenna hefur löngum verið sveipað dulúð og leynd en líka sætt fordómum og skömm. Þetta lífeðlisfræðilega ferli sem allar konur fara í gegnum hefur einnig verið sjúkdómsvætt eða fagnað með athöfnum, allt eftir menningu og samfélögum. Í okkar vestræna samfélagi hefur þekkingu á breytingaskeiði kvenna lengi verið ábótavant og umræðan verið af skornum skammti. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað síðustu misserin sem hefur skilað sér til Íslands. Þjónusta fyrir konur á breytingaskeiði hefur stóraukist með sértækri fræðslu og ráðgjöf. Konur eru duglegar að leita sér þekkingar og úrræða við einkennum sem leiðir til valdeflingar og bættrar heilsu og lífsgæða.