júní 2015
Hreyfing íslenskra ungmenna
Öllum er orðið ljóst að hreyfing er heilsusamleg og getur dregið úr líkum á svokölluðum lífsstílssjúkdómum, sjúkdómum sem að miklu leyti orsakast af hegðun okkar, s.s. hreyfingarleysi, lélegri næringu, tóbaksnotkun, áfengisneyslu og streitu. Af þeim sökum hefur Embætti Landlæknis gefið út hreyfiráðleggingar þar sem kemur fram að börn og unglingar eigi að hreyfa sig í 60 mínútur á dag af miðlungserfiðri og erfiðri ákefð og að aðrir aldurshópar eigi að hreyfa sig í 30 mínútur á dag af miðlungserfiðri ákefð1. Nú kunna einhverjir að velta fyrir sér hvers vegna fullorðnir eigi að hreyfa sig minna en börn, hvað það er sem gerist við 18 ára aldurinn sem veldur því að ráðlögð hreyfing helmingast?