október 2023
Ójöfnuður í heilsu
Það eru ekki íbúar í ríkustu löndum heims sem búa við bestu heilsuna, heldur íbúar í þeim löndum þar sem mestur jöfnuður ríkir (Wilkinson 1996). Það eru ýmsar ástæður fyrir því, til að mynda jafnari aðgangur að heilbrigðisþjónustu en einnig ýmiss konar tæki sem stjórnvöld nota til minnka líkur á fátækt og draga úr áhrifum neikvæðra lífsviðburða (t.d. að missa vinnuna) á líf einstaklinga. En það er ekki þannig að ójöfnuður í heilsu fyrirfinnist ekki í jafnari samfélögum, heldur sýna rannsóknir fram á að slíkur ójöfnuður fyrirfinnst nánast alls staðar á öllum tímum.