október 2014
Heilsa, jöfnuður og réttlæti, ábyrgt lýðheilsustarf
Markmið lýðheilsustarfs er að efla heilsu og vellíðan og fyrirbyggja sjúkdóma. Það byggist á því að finna þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan og beita víðtækum, almennum aðgerðum til að draga úr áhættuþáttum og auka verndandi þætti meðal almennings. Sem dæmi um slíkar aðgerðir má nefna reglugerðir og álagningu í tengslum við neysluvörur sem hafa neikvæð áhrif á heilsu (t.d. tóbak, áfengi, sykraða gosdrykki og sælgæti), fræðslu og vitundarvakningu (t.d. „5 á dag“ og „Geðorðin 10“), opinberar ráðleggingar (t.d. ráðleggingar um mataræði og ráðleggingar um hreyfingu), og árleg samfélagsverkefni á borð við „Tóbakslaus bekkur“, „Göngum í skólann“ og „Hjólum í vinnuna“.
október 2018
Nýjar áskoranir og ný tækifæri í lýðheilsustarfi
Heilsa og líðan hafa mikil áhrif á daglegt líf og almenn lífsgæði á öllum æviskeiðum. Einstaklingar hafa ekki aðeins hag af því að búa við góða andlega, líkamlega og félagslega heilsu heldur er til mikils að vinna fyrir fjölskyldur, vinnuveitendur og samfélög. Meiri virkni og minni þörf fyrir ýmiss konar úrræði léttir m.a. á heimilum, heilbrigðiskerfinu sem og öðrum kerfum.
október 2020
Mikilvægi félagslegrar heilsu
Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan (WHO, 1948). Mikil vakning hefur orðið meðal þjóðarinnar hvað varðar líkamlega heilsu á undanförnum áratugum og fer sífellt vaxandi á sviði andlegrar heilsu og vellíðanar. Minni áhersla hefur hins vegar verið á félagslega heilsu og vellíðan. Hvernig birtist þessi félagslegi þáttur heilsunnar og hvaða áhrif hefur félagsleg vellíðan á heilsuna í heildarsamhengi?