júní 2014
Að vinna með streitu
Það fyrsta sem þarf að gera er að skilja ástandið. Taka sér tíma til að átta sig á einkennunum, hvaða streituvaldar eru undirliggjandi og öðlast innsýn inn í streitukerfið. Flestir ef ekki allir hafa upplifað einhvers konar álag í styttri eða lengri tíma. Flestum finnst það óþægilegt, jafnvel mjög óþægilegt og verða hreinlega óttaslegnir, sérstaklega ef streitueinkennin verða sterk og hafa neikvæð áhrif á líðan okkar, daglegt líf og störf.