júní 2015
Æfum bæði þol og styrk
Faglegar ráðleggingar um hreyfingu fyrir flest fólk mæla með því að við hreyfum okkur flesta daga vikunnar í 30 mínútur og af miðlungs eða mikilli ákefð. Ennfremur er mælt með því að við stundum bæði þol- og styrktarþjálfun. Þannig bætum við heilsu okkar, lífsgæði og lífslíkur. Einstaklingar sem ekki eru heilsuhraustir og geta ekki fylgt ráðleggingum um æfingar af mikilli ákefð geta samt flestir stundað hreyfingu af miðlungsmikilli ákefð og þar með notið jákvæðra áhrifa hreyfingar eins og aðrir.