júlí 2019
Falin áföll ómálga barna
Þessi grein fjallar um hóp sem hefur verið lítt sýnilegur í íslensku heilbrigðiskerfi, hóp sem við hjá Miðstöð foreldra og barna (MFB) ásamt starfsfólki heilsugæslunnar höfum verið að leita að og finna. Þetta er hópur foreldra og ungbarna í tilfinningavanda sem þarf sérhæfðari meðferð en heilsugæslan veitir án þess að eiga erindi á geðdeild. Samkvæmt erlendum rannsóknum má áætla að um 80% fjölskyldna í barneignaferli fái fullnægjandi þjónustu í meðgöngu- og ungbarnavernd heilsugæslunnar og að um 5% þurfi meðferð á geðdeild. Þá eru eftir 15% eða um það bil 600 nýjar fjölskyldur á ári. Þetta er markhópur MFB.
febrúar 2021
Mikilvægi fyrstu áranna
Því hefur verið slegið fram að æskunni sé sóað á börn því að þau hafi ekki minnstu forsendur til að njóta hennar, sérstaklega fyrstu áranna sem enginn man. En ætli frumbernskan sé sú paradís sem margir ætla?