júní 2018
Lífsins ströggl
Íslendingar hafa mælst með hamingjusömustu þjóðum heims síðustu þrjá áratugi. Meðalhamingjan hefur verið um eða yfir átta á skalanum 1-10 samkvæmt Embætti Landlæknis. Þessi tala lækkaði eitthvað í hruninu og árin þar á eftir en hefur farið vaxandi aftur síðan. Sé litið til fjölmiðla, og ekki síst samfélagsmiðla, virðist það vera sjálfsögð krafa í nútíma samfélagi að öllum eigi að líða vel. Allir eiga rétt á því að vera hamingjusamir og lifa áhyggjulausu lífi. Ef þú ert ekki hamingjusamur, er eitthvað alvarlegt að þér og ástæða til að leita aðstoðar. Við eigum að vera ástfangin, njóta velsældar í starfi, líta óaðfinnanlega út, þéna vel og jafnvel njóta frægðar og frama.
október 2021
ACT – ný nálgun í endurhæfingu
Á Reykjalundi kemur fólk til endurhæfingar þar sem tekið er heildrænt á afleiðingum sjúkdóma og slysa. Endurhæfingin byggir á samvinnu margra fagaðila og er beitt sál-, líkamlegum- og félagslegum aðferðum með það að markmiði að uppræta, minnka eða bæta fyrir skerðingu í færni og virkni sem sjúkdómur eða slys hafa valdið. Þeir sem koma til endurhæfingar njóta gjarnan minni lífsgæða en aðrir enda stríða þeir við heilsufarsvandamál sem veldur miklum sálrænum og líkamlegum þjáningum. Til að mynda er algengi þunglyndis meðal sjúklinga með þráláta verki frá 20% til 54% og svipað má segja um algengi kvíða. Sambærilegar tölur má sjá hjá öðrum sjúklingahópum sem sækja endurhæfingu á Reykjalundi.