október 2019
Svefnvenjur ungmenna
Áður en við fjöllum um svefnvenjur er mikilvægt að velta fyrir sér þeirri einföldu spurningu: „Hvaða fyrirbrigði er svefn?“ Að reyna að skilgreina eða skilja svefn er nokkurn veginn það sama og reyna að skilja lífið. Alfræðiorðabók skilgreinir svefn sem „nátturlegt hvíldarástand í ákveðinn tíma hugsað fyrir líkama og sál“. Fullyrða má að frekar mörg atriði séu nokkuð óljós í þessu samhengi, en engu að síður má segja að svefn sé tímabil hvíldar, við hvílum lúinn líkama og endurheimt á sér stað – bæði líkamlega og andlega.
júní 2022
Setur þú svefninn í forgang?
„Þú getur sofið þegar þú ert dáin“ sagði rokkarinn Warren Zevon og virðist vera orðtak sem allmargir hafa tileinkað sér, allt frá lífsglöðum unglingum til hugsandi morgunhana. Undanfarin ár hefur svefn hins vegar fengið verðskuldaða athygli og þá sérstaklega frá vísindamönnum sem reynt hafa að fræða almenning um mikilvægi þess að sofa. Það virðist jú vera rétt að ef við hvílumst ekki þá munum við trúlega fara fyrr en ella í gröfina og það er staðreynd að lítill og/eða ónógur svefn í lengri tíma getur haft skaðleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu okkar.