mars 2024
Að næra sig í samlyndi við umhverfið
Gjörunnin matvæli hafa verið mikið í umræðunni hérlendis síðustu mánuði og tengsl þeirra við verri heilsu við mikla neyslu. Þetta eru iðnaðarframleiddar vörur sem hafa farið í gegnum ótalmarga ferla við framleiðslu og innihalda oft lítið sem ekkert af ferskum eða lítið unnum matvælum sem eru auðug af næringarefnum frá náttúrunnar hendi.