febrúar 2018
Ágrip af sögu SÍBS í áttatíu ár
Þegar litið er til baka yfir sögu SÍBS og íslensku þjóðarinnar síðastliðna átta áratugi má segja að SÍBS hafi fylgt eftir íslensku þjóðlífi allan þennan tíma og að nokkru leyti speglað það. Þar koma meðal annars fram þau áhrif sem starfsemi SÍBS hafði á velferð þjóðarinnar og göngu hennar frá berklafaraldrinum til betra heilsufars. Sagan hefur leitt í ljós að þau voru afar mikil og enn er starfsemi SÍBS viðurkennd sem afar mikilvæg fyrir lýðheilsu landsmanna.