október 2016
Heilög þrenning Landspítalans
Landspítali er stærsta stofnun landsins og rennur um þriðjungur þeirra fjármuna sem ríkið ver í heilbrigðismál til spítalans. Landspítali er líka þjóðarsjúkrahús Íslendinga, eina háskólasjúkrahúsið og nýtur almenns velvilja og hlýhugs af hálfu landsmanna. Það fer ekki á milli mála, enda berast Landspítala gjafir hvaðanæva af landinu og í umræðunni sem fram fer um heilbrigðiskerfið fer mikilvægi Landspítala í hugum landsmanna ekkert á milli mála. Við erum afar þakklát fyrir þetta.