febrúar 2014
Meira kikk að hlaupa en reykja
Trausti Valdimarsson meltingarlæknir er 56 ára. Líkt og svo margir jafnaldrar byrjaði hann að fikta við reykingar á unglingsárunum.
október 2014
Þurfum langtímamarkmið óháð ríkisstjórnum
„Vandamál okkar á Íslandi er fyrst og fremst of litlir fjármunir og mögulega röng forgangsröðun. Á meðan við höfum ekki nægilegt fé til að meðhöndla sjúklingana, er erfitt að taka eitthvað af þeim peningum og setja í forvarnir,“ segir Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar ehf., sem hefur um langt árabil beitt sér fyrir breyttum áherslum í heilbrigðismálum hvað varðar forvarnir og hollari lífsvenjur meðal landsmanna almennt.
febrúar 2015
Mannréttindi víða brotin
„Mín vitneskja byggist á þeim skjólstæðingum sem leita til okkar hjá ÖBÍ og eru örorkulífeyrisþegar, fólk með skerta starfsgetu,“ segir Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalags Íslands, þegar spurt er hvernig sé að vera öryrki á Íslandi í dag. „Þá erum við einkum að tala um fólk sem þarf að lifa á örorkulífeyri almannatrygginga, sem er langt fyrir neðan lágmarkslaun. Við notumst við viðmið frá velferðarráðuneytinu, sem er dæmigert neysluviðmið og er í kringum 400 þúsund krónur á mánuði, en okkar fólk er að lifa á um 150 til 180 þúsund krónum á mánuði. Og þetta er í landi þar sem leiga á íbúð fer sjaldan undir 100 þúsund krónur á mánuði. Svo þarf að kaupa í matinn, og þó að sumir telji að hægt sé að gera það fyrir einhverja hundraðkalla á dag fyrir fjögurramanna fjölskyldu þá held ég nú að það sé ekki raunveruleikinn. Við sjáum að fólk á einfaldlega mjög erfitt með að komast af á þessum fjárhagsforsendum, að greiða fyrir þessi venjulegu útgjöld einnar fjölskyldu eins og húsnæði, mat, hita og rafmagn.“
júní 2015
Hreyfing í góðum félagsskap
Síðastliðið haust stóð SÍBS fyrir göngunámskeiði fyrir almenning í samvinnu við Einar Skúlason, sem er í forsvari fyrir gönguhópi sem kallast Vesen og vergangur. Það gekk svo vel að ákveðið var að efni til annars göngunámskeiðs í vor og í framhaldi af því sérstakrar áskorunar undir yfirskriftinni 100 kílómetrar á fjórum vikum.
október 2015
Með eigin markmið að leiðarljósi
„Því miður er eins og sumir haldi að það séu efnin sem komi fólki í form en ekki æfingarnar,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari og lyfjafræðingur um afstöðu sína til almennrar notkunar á fæðubótarefnum. „Það eru rosalega margir sem kaupa kort í ræktina og fara svo og versla fæðubótarefni áður en þeir mæta í fyrsta tímann. Sjálf nota ég fæðubótarefni einungis á mestu álagstímunum í æfingaferlinu.“
febrúar 2016
Enginn leikur sér að því að líða illa
„Ég fann það svo sterkt þegar ég byrjaði í barnaskóla að það var eitthvað að hjá mér og leið strax illa innan um krakkana,“ sagði Eymundur þegar við hittumst á dögunum yfir kaffibolla í stuttri heimsókn hans til höfuðborgarinnar. „Ég var fullur kvíða og skammaðist fyrir sjálfan mig. Þetta fór þó ekki að hafa veruleg áhrif á mig fyrr en ég varð ellefu tólf ára gamall og gelgjuskeiðið að hefjast. Þá var ég kominn með mikla félagsfælni. Vanlíðanin var stöðug og ég var farinn að fela ástandið með trúðslátum til að enginn sæi hvernig mér liði. Ég átti erfitt með að læra, erfitt með að einbeita mér og sá engan tilgang með náminu. Ég var jafnframt reiður yfir því hvernig mér leið, reiður í eigin garð. Ég þorði heldur ekki að tala um líðan mína við nokkurn mann, var svo hræddur um að gert yrði lítið úr mér. Eftir grunnskólann var því ekki mögulegt fyrir mig að halda áfram og hefja nám í framhaldsskóla.
júní 2016
Farðu út og náðu í eitthvað grænt
Myndlistakonan Hildur Hákonardóttir er ekki síður þekkt fyrir áhuga sinn á garðrækt og hollu mataræði. Um árabil hefur hún miðlað öðrum af þekkingu sinni og bók hennar „Ætigarðurinn – handbók garðnytjungsins" er nánast orðin skyldulesning allra þeirra sem vilja kynna sér þessi málefni.
júní 2016
Útivist á Íslandi eru mínar ær og kýr
Jón Gauti Jónsson er hjúkrunarfræðingur að mennt en hefur lengst af starfað sem fjallaleiðsögumaður. Á milli ferða hefur hann kennt, setið við skriftir og tekið myndir. Eftir hann liggja þrjár bækur Gengið um óbyggðir (2004), Fjallabókin (2013) og Iceland - Reflections on the ring road (2015). Fyrir einu og hálfu ári ákvað Jón Gauti að gerast sjálfstæður og stofnaði sitt eigið fyrirtæki í ferðaþjónustunni, Fjallaskólann.
febrúar 2017
Að temja sér skynsamlegt hóf í flestu
„Ég hafði svo sem dinglað í einhverri leikfimi í mörg herrans ár,“ segir Einfríður aðspurð um ástundun sína í heilsurækt í gegnum tíðina. „En svo sá ég auglýst hið heildstæða módel frá Heilsuborg sem kallast Heilsulausnir og fannst það strax höfða mikið til mín. Reyndar tók það mig svolítinn tíma að ákveða að fara að stað með þetta en tók svo loks af skarið og mætti á kynningarfund. Það var mjög áhugaverður fundur, þar sem málin voru rædd frá öllum hliðum og kynnt hin heildstæða nálgun sem Heilsuborg býður upp á. Leikfimistímarnir eru til að mynda sniðnir að allra þörfum, en ekki keyrt eitt og sama prógrammið fyrir allan hópinn.“
júní 2017
Einfaldleikinn og gæðin í fersku íslensku hráefni
„Ég byrjaði reyndar nám í líffræði og náttúrufræði,“ segir Laufey spurð um hvenær áhugi hennar vaknaði á næringarfræðinni. „Og það er svo langt síðan að það var ekki einu sinni byrjað að kenna náttúrufræði við Háskóla Íslands. Ég fór því eftir stúdentsprófið út að læra hana, til Seattle í Bandaríkjunum. Þar eignaðist ég mann og það hafði náttúrulega heldur betur áhrif á lífshlaupið. En ég heillaðist ekki af næringarfræði fyrr en seinna. Eftir nokkur ár úti með BS í líffræði kom ég heim og kenndi við Menntaskólann við Hamrahlíð um tíma. Þetta var upp úr 1970. Einn samkennara minna þar var Jón Óttar Ragnarsson og það má segja að hann hafi átt sinn þátt í að kveikja áhuga minn á næringarfræðinni. Ég fór svo aftur út til Bandaríkjanna, til mannsins míns sem er lögfræðingur og var þá farinn að starfa í New York. Þar innritaði ég mig í framhaldsnám í næringarfræði við Columbiaháskólann.
október 2017
Raunverulegir bólgusjúkdómar oftast langvinnir
Páll Kristinn Pálsson ræðir við Ragnar Frey Ingvarsson lyf- og gigtarlækni, en gigtarlæknar eru þeir sem sérhæfa sig í bólgumí mannslíkamanum.
febrúar 2018
Erindi SÍBS við þjóðina aldrei brýnna en nú
„Á þeim 80 árum sem liðin eru frá stofnun SÍBS hefur mjög margt breyst í samfélaginu,“ segir Guðmundur þegar við hittumst yfir kaffibolla í höfuðstöðvunum að Síðumúla 6 í Reykjavík. „Í upphafi snerist allt starfið um að sigrast á berklunum, en helstu verkefni okkar í dag lúta að heilbrigði og lýðheilsu á alla lund, einkum með tilliti til langvinnra lífsstílstengdra sjúkdóma. Það hefur þó ekki breyst að við berum áfram heilbrigði þjóðarinnar fyrir brjósti og við viljum snerta á flestum áhrifaþáttum bættrar heilsu.“
júní 2018
Grundvallaratriði er góður svefn
Arna Harðardóttir er rúmlega fimmtug, gift og þriggja barna móðir Í Mosfellsbæ. Hún er sjúkraþjálfari að mennt og starfar sem verkefnastjóri á Landsspítalanum.
febrúar 2019
Aðaldrifkrafturinn að finnast maður skipta aðra miklu máli
Þegar við Magnús Friðrik hittumst til að ræða um tölvuleikjafíknina rifjar hann til að byrja með upp atburð frá því í janúar árið 2007: „Klukkan var að nálgast miðnætti og við vorum samankomnir um hundrað nördar fyrir utan BT-verslunina í Skeifunni, sem þá var. Út var að koma nýr tölvuleikur – ég held bara að þetta hafi verið í eitt af fyrstu skiptum sem haldnar voru miðnæturopnanir þegar ný vinsæl vara kemur í verslanir. Þetta var tölvuleikurinn The World of Warcraft, The Burning Crusade, sem var mjög frægur og vinsæll leikur út um allan heim á þeim tíma. Ég var tólf ára gamall og örugglega yngstur þarna í hópnum. Ég var þá þegar ótrúlega mikill tölvuleikjastrákur. Ég spilaði tölvuleiki, ég spjallaði við vini mína um tölvuleiki, ég lifði dáldið mikið í tölvuleikjum. En ég gerði líka helling af öðrum hlutum, og að mínu mati var þetta ekki orðið neitt alvöru vandamál, bara áhugamál. Ég fór út í fótbolta, var í vatnsbyssustríðum með vinum mínum, ég var bara krakki.“
maí 2021
Alltaf að gera eitthvað sérstakt og skemmtilegt
Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi í hugum landa sinna, varð 74 ára þann 20. janúar síðastliðinn. Hann hélt upp á daginn með því að hefja undirbúning 75 ára afmælissýningarinnar, eins og hann gerði nákvæmlega ári fyrir bæði sextugs- og sjötugsafmælin sín. „Maður verður að gefa sér góðan tíma til að skipuleggja og æfa fyrir slíka stórviðburði,“ segir hann er við hittumst til að spjalla um efri árin í lífi hans. Þá var hann einnig á fullu við að undirbúa opnun sýningar á eigin málverkum, en myndlistin hefur skipað stóran sess í lífi hans á undanförnum árum.
október 2021
Næsti bær við himnaríki
" Næsti bær við himnaríki" segir hinn landsþekkti skemmtikraftur Jóhannes Kristjánsson um reynslu sína af endurhæfingarstarfi Reykjalundar. Í fyrsta sinn árið 1999 er hann dvaldi þar í fjórar vikur eftir hjartaáfall og í annað sinn fyrir rúmum áratug þegar hann dvaldi þar í sex mánuði í kjölfar hjartaígræðslu. Auk þess hefur Jóhannes af og til nýtt sér aðstöðuna á Reykjalundi til styrktaræfinga án þess að leggjast inn.
febrúar 2022
Ekki eins skynsöm og við vildum vera
Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf- og bráðalæknir er 42ja ára gamall. Hann er mikill áhugamaður um heilbrigðan lífsstíl, ekki síst eftir að hafa sjálfur upplifað tímabil þar sem hann glímdi við ofþyngd og kulnun vegna langvarandi streitu. Sú barátta leiddi hann meðal annars til ítarlegrar könnunar á áhrifum sykurs á heilsuna.
júní 2022
Ég elska að reyta arfa
Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir og lýðheilsufræðingur hefur undanfarinn áratug fengist mest við að aðstoða fólk og fræða um offitu, sjúkdóm sem svo margir lifa með hér á landi og víðar í hinum vestræna heimi. Í því starfi hefur hún tileinkað sér hugmyndir heildrænnar nálgunar sem þróast hefur um svokallaða fjóra hornsteina heilsunnar: mataræði, hreyfingu, svefn og hugarró.
október 2022
Úr Mekka meltingarlækninga
Ásgeir Theodórs er fæddur 14. júlí 1945 í Reykjavík. Hann stundaði sérnám í lyflæknisfræði, meltingarlækningum, speglunum á meltingarvegi og síðan greiningu og meðferð illkynja sjúkdóma við Cleveland Clinic Foundation í Cleveland, Ohio og Memorial Sloan Kettering Cancer Center, Cornell University, New York í Bandaríkjunum frá 1975-1981. Að námi loknu starfaði Ásgeir sem yfirlæknir meltingardeildar, einnig framkvæmdastjóri lækninga og að lokum yfirlæknir St. Jósefspítala í Hafnarfirði 1982 -2011. Hann var jafnframt umsjónarlæknir speglanadeilda Borgarspítala, síðar Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala háskólasjúkrahúss til ársloka 2017. Á árunum 1993 og 1994 starfaði hann á meltingarsjúkdómadeild Cleveland Clinic Foundation.
mars 2024
Ávaxtanammi er meira nammi en ávöxtur
Merkilegt hvernig eitt orð getur kveikt í fólki,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði um hvernig umræðan hefur blossað upp um gjörunnin matvæli. „Það sýnir okkur hvað íslenskan er mikilvæg. Þegar við erum komin með íslenskt hugtak yfir fyrirbærið þá vaknar meðvitund fólks um það.“
júní 2024
Líklega væri ég bara ekki hér…
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er stjórnarmaður í Samtökum fólks um offitu (SFO). Þegar við hittumst á dögunum var hann að undirbúa sig fyrir málþing Evrópsku samtakanna um offituvandann (EASO) sem haldið var dagana 12. - 15. maí síðastliðinn í Feneyjum á Ítalíu. Þar átti hann meðal annars að fjalla um fordóma í garð fólks með offitusjúkdóminn á Íslandi sem Sveinn Hjörtur segir töluverða og miklu útbreiddari en við viljum viðurkenna. „Ég hafði sjálfur aldrei gert mér almennilega grein fyrir hversu mikil og oft á tíðum illkvittin þessi viðhorf eru, meira að segja í heilbrigðiskerfinu og ýmsum opinberum þjónustugreinum, fyrr en ég fór að starfa með SFO,“ segir hann.