júní 2022
Af stað gegn streitu og kulnun
Bárátta SÍBS gegn faraldri berklasýkilsins er kunn og var frá upphafi við stofnun Sambands íslenskra berklasjúklinga 1938 slagur upp á líf og dauða og náði hámarki í kringum 1930, þó dánartíðni væri áfram há fram á fimmta áratug síðustu aldar. Þeir sem lifðu af máttu margir búa við skerðingu á getu og félagslegri stöðu og áhrif faraldursins á samfélagið voru mikil. Ómetanleg reynsla varð til í starfi SÍBS um mátt samstöðu, þekkingu á stefnumótun og skipulagi heilbrigðisþjónustu og endurhæfingu. Starfið hélt áfram og nýttist fleiri sjúklingahópum og hafði mótandi og dýrmæt áhrif á lýðheilsu og framboð heilbrigðisþjónustu í landinu. Í starfi SÍBS hefur alla tíð verið mikil áhersla á forvarnir og hollan lífsstíl. Það er því í þeim anda og viðeigandi að í SÍBS blaðinu birtist fræðsluefni um forvarnir og bætta lifnaðarhætti sem nýtast mættu til að koma okkur af stað út úr Kófinu.