febrúar 2021
Það eru engir töfrar – íslenska forvarnarmódelið
Undanfarna áratugi hefur forvarnarstarf á Íslandi verið unnið út frá hinu svonefnda íslenska forvarnarmódeli. Ekki er um að ræða sérstakt verkefni eða átak – í raun má segja að módelið sé samofið íslensku samfélagi. En hvað einkennir þetta módel og hvað skýrir þann mikla árangur sem náðst hefur í því að draga úr vímuefnaneyslu meðal nemenda í efstu bekkjum á Íslandi?