febrúar 2015
Skilgreining á örorku
Örorka var áður skilgreind hérlendis sem „Mikil eða alger skerðing á starfsgetu af slysi eða veikindum, til dæmis lömun“ (Orðabók Menningarsjóðs). Hér er um frekar takmarkaðan skilning að ræða og vísar einkum til skerðingar á starfsgetu. Síðustu 10-15 ár hefur örorka í meira mæli verið metin út frá læknisfræðilegum forsendum. Hefur þessa m.a. gætt við mat á örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR), en áður var örorka jafnframt metin út frá félagslegum forsendum. Þannig er ekki lengur einvörðungu miðað við getu einstaklings til starfa á vinnumarkaði þegar örorka er metin hjá TR.
október 2016
Frá Reykjalundi
Í febrúar á síðastliðnu ári (2015) voru liðin 70 ár frá því að fyrsti berklasjúklingurinn var innskrifaður á Reykjalund. Frá upphafi var rekin endurhæfing á Reykjalundi, til að byrja með starfsendurhæfing fyrir berklasjúklinga, sem margir hverjir voru ungir að árum. Á Reykjalundi var meðal annars starfræktur iðnskóli frá árinu 1949 og allt til ársins 1965. Um og eftir 1960, um leið og mikill árangur hafði orðið í lækningu berkla, breyttist starfsemin á Reykjalundi. Það var þó ekki horfið frá endurhæfingu heldur var farið að bjóða upp á endurhæfingu fyrir fleiri sjúklingahópa en þá sem voru með lungnasjúkdóm. Fyrsti íslenski sérfræðingurinn í endurhæfingarlækningum, Haukur Þórðarson, kom til starfa á Reykjalundi árið 1962 og smám saman breyttist Reykjalundur á næstu 2-3 áratugum í þá stofnun sem hún er í dag.