febrúar 2019
Samskiptamiðlar og heimilislífið
Tækninni hefur fleygt hratt fram og haft verulegar breytingar í för með sér fyrir fólk. Það kemur til dæmis fram í tölvuog skjánotkun einstaklinga, sem hefur aukist töluvert á undanförnum misserum. Hröð tækniþróun og aukin notkun samfélagsmiðla hefur breytt því hvernig fólk hefur samskipti og tjáir sig. Börn eru engin undantekning þegar kemur að þessum breytingum. Tölvuleikir hafa að einhverju leyti leyst af hólmi hefðbundna leiki sem meðal annars fela í sér meiri hreyfingu, samveru og þörf fyrir ímyndunarafl. Börn sitja nú gjarnan mikið fyrir fram skjá þar sem tölvuleikir og samfélagsmiðlar spila stórt hlutverk.