október 2024
Stefnumótun heilsusamlegs fæðuumhverfis
Stefna stjórnvalda og lýðheilsuinngrip gegna mikilvægu hlutverki við að skapa heilsusamlegt fæðuumhverfi og eiga samkvæmt nýlegum rannsóknum sinn þátt í að draga úr ósmitbærum sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum í tengslum við neyslu óhollrar fæðu. Án þess að vita stöðu aðgerða eða stig innleiðingar er þó mögulega lítið gagn af stefnumótunum. Notkun alþjóðlega stefnumótunarkvarðans Food-EPI, sem á uppruna sinn á Nýja Sjálandi, er því frábært tækifæri til að skoða fæðuumhverfið útfrá stefnumótun og hvað vantar upp á til gera það heilsusamlegra.