júní 2024
Þyngdarstjórnun í nútíma umhverfi
Offita, yfirþyngd og slæm efnaskiptaheilsa er vaxandi vandi í nútímanum. Þetta á við um allan heim og ekki síst á Íslandi. Röskun í efnaskiptakerfum líkamans ýtir undir og veldur lífstílssjúkdómum, sem ég vil kalla eftir að við sameinumst um að nefna samfélagssjúkdóma hér eftir. Slíkir sjúkdómar flokkast undir ósmitbæra sjúkdóma. Þessi vandi fær sífellt meiri athygli fagfólks þar sem tölur sýna að 80% af kostnaði við heilbrigðiskerfi í Evrópu er vegna ósmitbærra sjúkdóma.