júní 2015
Fjölþætt heilsurækt – leið að farsælli öldrun – lengri útgáfa
Íbúar í flestum löndum heims ná sífellt hærri aldri og af ýmsum ástæðum er því æskilegt að fylgjast með líkamlegri virkni og heilsu fólks á efri árum. Lítil líkamleg virkni hefur verið að festast í sessi sem sjálfstæður áhættuþáttur í tengslum við langvinna sjúkdóma og hefur skapað aðstæður sem ógna heilsu þjóða um heim allan.(1,2)
júní 2015
Fjölþætt heilsurækt – leið að farsælli öldrun
Í flestum löndum heims ná íbúar stöðugt hærri aldri. Því er mikilvægt að rannsaka heilsu fólks á efri árum. Rannsóknir benda til þess að virkur lífsstíll og fjölbreytt þjálfun hafi margvíslegan heilsutengdan ávinning í för með sér auk þess sem þjálfunin getur dregið úr ýmsum áhættu- þáttum sem tengjast aldri. Virkur lífsstíll er meðal annars fólginn í reglubundinni hreyfingu sem felur í sér loftháða þjálfun og styrktarþjálfun. Slík þjálfun hefur sannað gildi sitt fyrir hjartað og æðakerfið og einnig fyrir lungun og stoðkerfi líkamans. Af yfirlitsrannsóknum má ráða að það sé nánast sannað að þjálfun hafi jákvæð áhrif á líkamsþrek, hagnýta hreyfigetu, athafnir daglegs lífs og heilsutengd lífsgæði. Þetta á bæði við þá sem eru heilsuhraustir en ekki síður við þá sem eru veikburða eldri einstaklingar.
október 2016
Fjölþætt heilsurækt – leið að farsælli öldrun
Í flestum löndum heims ná íbúar stöðugt hærri aldri. Því er mikilvægt að rannsaka heilsu fólks á efri árum. Rannsóknir benda til þess að virkur lífsstíll og fjölbreytt þjálfun hafi margvíslegan heilsutengdan ávinning í för með sér auk þess sem þjálfunin getur dregið úr ýmsum áhættu- þáttum sem tengjast aldri. Virkur lífsstíll er meðal annars fólginn í reglubundinni hreyfingu sem felur í sér loftháða þjálfun og styrktarþjálfun. Slík þjálfun hefur sannað gildi sitt fyrir hjartað og æðakerfið og einnig fyrir lungun og stoðkerfi líkamans. Af yfirlitsrannsóknum má ráða að það sé nánast sannað að þjálfun hafi jákvæð áhrif á líkamsþrek, hagnýta hreyfigetu, athafnir daglegs lífs og heilsutengd lífsgæði. Þetta á bæði við þá sem eru heilsuhraustir en ekki síður við þá sem eru veikburða eldri einstaklingar.
maí 2021
Líkamshreystibil öldrunar
Þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur öldrunin jafnan verið skoðuð sem óhjákvæmileg hnignun á líkamlegri virkni og heilsu. Þrátt fyrir að vitað sé að ýmsar lífeðlisfræðilegar breytingar fari halloka með hækkandi aldri og hægt og rólega eigi sér stað hnignun í helstu kerfum líkamans þá er líkaminn fær um ýmislegt sem áður var talið ómögulegt. Ný sýn á öldrunarferlið tengist aukinni líkamlegri virkni og seiglu einstaklingsins til að spyrna við fótum gegn líffræðilegum og lífeðlisfræðilegum þáttum öldrunar.