júní 2020
Vellíðan og hamingja á umbrotatímum
Heimsfaraldurinn sem herjar nú á heimsbyggðina hefur haft mikil áhrif á daglegt líf. Samkvæmt nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup hafa Íslendingar miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum kórónuveirunnar og enn meiri áhyggjur af efnahagslegum afleiðingum hennar. Kvíði og áhyggjur eru eðlileg og sammannleg viðbrögð við þeim fáheyrðu aðstæðum sem við erum að upplifa í dag. En hvernig getum við stuðlað að vellíðan og hamingju á þessum umbrotatímum? Hér fyrir neðan eru lesendum færð góð ráð og nokkrar gagnlegar æfingar.