febrúar 2015
Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana
Vinnumálastofnun (VMST) starfar samkvæmt lögum nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar, ásamt því að fara með framkvæmd fjölmargra annarra laga. Markmið laganna um vinnumarkaðsaðgerðir er að veita einstaklingum viðeigandi aðstoð til að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði, auk þess sem lögunum er ætlað að stuðla að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli í landinu.