maí 2021
Að eldast. Hvernig? Hvað getum við sjálf gert?
Eins og lesendur reka strax augun í þá er í fyrirsögninni ögrun. Einhver hugsun liggur þar líklega að baki. Því miður er það staðreynd að margir fara ekki að hugsa til efri áranna fyrr en þangað er komið. Of oft höfum við tilhneigingu að lifa lífinu eins og enginn sé morgundagurinn. Svo skellur hann á. Höfum okkur það til málsbóta að langfeðgar okkar og mæður áttu mun skemmra líf fyrir höndum, létust útslitin, í miðjum slætti, í róðri eða á skrifstofu á miðjum aldri samkvæmt nútímaskilgreiningu. Helstu pælingar þeirra sem tengdist ellinni voru hjá hverju barnanna þeir finndu horn til að kúra í þar til dauðinn, af miskunsemi sinni, leysti þau til himna.