október 2020
Blóðþrýstingur – hár og lágur
Blóðþrýstingur er áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Síðustu 60 árin hefur mikil athygli verið á þessum áhættuþætti og mönnum lengi verið ljóst að mjög hár blóðþrýstingur, eða það sem við köllum illkynja háþrýstingur, er lífshættulegur. Þegar við tölum um hækkaðan blóðþrýsting er verið að tala um hvíldarþrýsting og að hann sé að jafnaði of hár við þær aðstæður. Þrýstingur sem er í hvíld langt yfir 200mmHg í efri mörkum og neðri mörk hærri en 150mmHg, hefur áhrif á mikilvæg líffærakerfi og er mjög hættulegur fólki. Einstaka háar mælingar eru þó ekki hættulegar og eiga ekki að valda kvíða.