október 2017
Bólga, líkamsfita og langvinnir sjúkdómar
Of þungum einstaklingum hefur farið fjölgandi á síðustu áratugum, sérstaklega á Vesturlöndum. Á sama tíma hefur tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma aukist og eru þeir farnir að ógna lýðheilsu vestrænna þjóða. Eru þetta sjúkdómar á borð við sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma, astma og ýmsar gerðir krabbameina. Hafa þessir sjúkdómar verið algengari hjá einstaklingum sem eru of þungir. Ekki er það þó algilt að einstaklingar með verulega líkamsfitu þrói með sér slíka sjúkdóma. Þannig eru sumir með verulegan fitumassa en með heilbrigða líkamsstarfsemi meðan aðrir fá þessa sjúkdóma með mun minni fitumassa. Síðastliðna áratugi hafa vísindamenn haft mikinn áhuga á að finna hvaða tengsl eru á milli fitumassans í líkamanum og myndunar annarra sjúkdóma. Einkennandi fyrir þann hóp sem þróar með sér þessa langvinnu sjúkdóma er að þeir hafa meiri fitusöfnuná efri hluta líkamans og sérstaklega kviðfitusöfnun. Þeir virðast samkvæmt ýmsum mælingum hafa meiri bólguvirkni í líkamanum og er hún líklegur orsakavaldur þeirra langvinnusjúkdóma sem tengjast aukinni líkamsþyngd. Mun ég skýra frá nokkrum tilgátum sem settar hafa verið fram um hvernig þessi bólguvirkni er tilkomin.