október 2021
Tækifæri í endurhæfingu – Starfsendurhæfing og starfsfærnimat Reykjalundar
Í sögulegu samhengi má segja að Reykjalundur hafi byrjað sem starfsendurhæfingarstofnun fyrir 76 árum, og var staðurinn þá kallaður vinnuheimili fyrir berklasjúklinga. Hins vegar eru 21 ár síðan formlegt teymi um starfsendurhæfingu tók til starfa á Reykjalundi undir heitinu Atvinnuleg endurhæfing. En til samræmis við aðra svipaða starfsemi í landinu,var ákveðið að breyta nafninu í Starfsendurhæfingu Reykjalundar í upphafi árs 2011.