júní 2023
Kynlöngun og andleg líðan á breytingaskeiði
Kynlíf spilar stórt hlutverk í lífi flestra og nánd og kynferðislegur unaður eykur flæði dópamíns og oxytocins í heila og eykur þar með almenna vellíðan. Stór hluti kvenna upplifir minnkaða löngun í kynlíf og minni unað í kynlífi þegar þær koma á breytingaskeiðið. Því miður er kynlíf og kynlöngun ennþá erfitt umræðuefni fyrir marga og því margar konur sem þjást í hljóði og þora ekki að ræða þetta. Það er mikilvægt að losa okkur við alla skömm þegar kemur að kynlífi og unaði og opna umræðuna um kynlöngun á breytingaskeiði.