júní 2015
Vatnsþjálfun – eykur þol og léttir lund
Sundiðkun Íslendinga er þekkt og hefur verið okkar aðall allt frá því land byggðist. Eflaust má þakka það okkar ágæta heita vatni. Öll getum við verið sammála um að eftir bað eða góða sundferð líður okkur alveg sérlega vel, erum brosandi þegar upp úr lauginni er komið og dásömum sundferðina í hvívetna. Einhver gild ástæða hlýtur að vera fyrir því.