júní 2014
Erum við öll fíklar?
Skilgreiningin að ofan dregur fram þrennt sem einkennir fíkn. Í fyrsta lagi er áhersla á að fíkn lýsi í grunninn hegðun eða atferli. Oftast er um að ræða neyslu á vímuefnum eins og áfengi en þarf þó ekki að vera, sbr. spilafíkn. Í öðru lagi fær fíknihegðunin forgang yfir aðra hegðun, eins og t.d. að mæta í vinnuna, sinna skóla eða tómstundum. Í þriðja lagi er aflkraftur fíknihegðunarinnar svo sterkur að hann fer að stjórna lífi einstaklingsins og að lokum valda honum skaða. Allir þessir þrír þættir verða að vera til staðar þegar talað er um fíkn.