febrúar 2014
Alvarleg heilsuvá
Einn af hverjum fimm Íslendingum yfir 40 ára aldri þjáist af einkennum langvinnrar lungnateppu og einn af hverjum tíu hefur talsverð eða alvarleg einkenni. Langvinnir öndunarfærasjúkdómar fara hljótt miðað við hversu miklum heilsufarsskaða þeir valda, en langvinnir lungnateppusjúkdómar eru nú fjórða algengasta dánarorsök Íslendinga.
júní 2014
Að bæta árum við lífið og lífi við árin
Um níu af tíu dauðsföllum á Íslandi stafa af sjúkdómum sem eru að einhverju leyti á áhrifasviði lífsstíls.
október 2014
Úr hverju deyjum við?
Flestir Íslendingar deyja úr sjúkdómum sem við getum sjálf haft áhrif á með því hvernig við ákveðum að haga lífi okkar. Sú tíð er löngu liðin að algengustu dánarorsakir séu smitsjúkdómar eða áverkar. Níu af hverjum tíu deyja nú úr ósmitnæmum sjúkdómum, og um helmingur þessara dauðsfalla er að meira eða minna leyti á áhrifasviði lífsstíls.
febrúar 2015
Stóra myndin í heilbrigðismálum
Rúmlega 139 milljarðar voru lagðir í íslenska heilbrigðiskerfið á árinu 2013. Aðeins um 2,6% af þeirri fjárhæð fóru í forvarnir. Megináhersla kerfisins er að bregðast við þeim skaða sem þegar er orðinn í stað þess að reyna að koma í veg fyrir hann.
febrúar 2015
Heilbrigði einstaklings – hagur samfélagsins
Örorka er safnheiti yfir líkamlega hömlun og erfiðleika við að framkvæma verk eða taka þátt í daglegu lífi. Örorka er flókið fyrirbæri sem lýsir samspili einstaklingsins við samfélagið þar sem hann býr. Án þess að fara hér orðum um þá þjáningu sem örorka veldur einstaklingnum, blasir við að það er stórkostlegt samfélagslegt hagsmunamál að draga úr örorku eins og kostur er.
júní 2015
Heilsulæsi og mannauður framtíðar
Íslendingar geta vænst þess að lifa 14 ár ævinnar við verulega færniskerðingu sem í flestum tilfellum orsakast af langvinnum, lífsstílstengdum sjúkdómum (Lancet 2012; 380:2144-62). Sumir tapa heilsunni fyrir miðjan aldur en aðrir seinna, en flestir eiga það sameiginlegt að koma ekki til kasta heilbrigðiskerfisins fyrr en skaðinn er skeður. Lausnin felst auðvitað í forvörnum, en hvað þarf til að forvarnir virki? Svarið er efling heilsulæsis, en í heilsulæsi felst að hafa aðgang að, skilja og nota upplýsingar sem stuðla að góðri heilsu. Upplýsingar um heilsusamlegt líf þurfa að hitta fyrir alla þjóðfélagshópa á sem flestum viðkomustöðum þeirra í samfélaginu, hvort sem það er í skólum, hjá íþróttafélögunum, á vinnustöðum, í verslunum, í fjölmiðlum, hjá heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Til að upplýsingar komi að gagni þarf fólk einnig að skijla þær, svo sem að kunna skil á eiginleikum næringarefna og áhrifum hreyfingar, streitu, svefns og andlegs ástands. Í þessum efnum stöndum við fræðslu um áhrif reykinga og vímuefnanotkunar enn langt að baki, svo dæmi sé tekið.
október 2015
Á ég að gæta bróður míns?
Vitanlega er þetta mál ekki svona klippt og skorið, en sem einstaklingar berum við ábyrgð gagnvart samfélaginu á sama hátt og samfélagið tekur ábyrgð á velferð einstaklinganna.
febrúar 2016
Fyrir hverja?
Alveg örugglega ekki fyrir börn og unglinga og þar með ekki heldur fyrir foreldra. Alls ekki fyrir þolendur heimilisofbeldis eða annarra ofbeldisglæpa. Ekki fyrir fórnarlömb umferðarslysa.
júní 2016
Njóta eða neyta, vera eða gera
Það er ekki áfangastaðurinn heldur ferðalagið, ekki markmiðið heldur leiðin. Hugmyndin er sú sama: Við lifum í raun og veru frá augnabliki til augnabliks en ekki í stökkum milli áfangastaða. Lífið er óslitin röð upplifana en ekki tómarúm milli sumarfría, helgarfría, verslunarferða eða upplifana sem vissulega geta verið tilhlökkunarefni, en látum ekki tilhlökkunarefnin stýra lífi okkar heldur reynum að njóta augnabliksins. Náttúran býður upp á ótal tækifæri til að lifa í núinu og njóta upplifunarinnar frá mínútu til mínútu. Ef maður gefur sér tíma til að vera en ekki bara að gera, þá má eyða löngum tíma á sama svæðinu við að skoða plönturnar – kannski með plöntubók við höndina – eða spinna ævintýraheima úr heimi kóngulóa, járnsmiða og annarra smádýra sem lifa í grassverðinum.
október 2016
Vörn er besta sóknin
Það er stórkostleg slagsíða á heilbrigðiskerfinu sem á aðeins eftir að ágerast verði ekkert að gert. Lífsstílstengdir sjúkdómar eru ábyrgir fyrir langstærstum hluta heilsufarsskaða þjóðarinnar, hvort sem það er ótímabær dauði eða skert lífsgæði.
febrúar 2017
SÍBS – Líf og heilsa
SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni SÍBS og aðildarfélaga þar sem farið er um landið og almenningi boðin ókeypis heilsufarsmæling ásamt fræðslu og þátttöku í könnun um lífsstíl og heilsufar. Sjá mynd frá mælingu í Ólafsvík. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla.
febrúar 2017
Hvar eru forvarnirnar?
„Follow the money“ er aðferðafræði sem hentar í fleiru en glæparannsóknum eða bíómyndum. Að fylgja peningaslóðinni getur gagnast vel í heilbrigðismálum þegar að því kemur að greina hvar best er að verja fjármunum. Því seinna sem gripið er inn í sjúkdómsferli því dýrari verður íhlutunin, en samt er hægt að íhluta of snemma og á of stóra hópa til að sparnaðurinn svari kostnaði.
júní 2017
Virðisaukaskattur og hollusta
Slæmt mataræði er stærsti einstaki áhættuþáttur lífsstílstengdra sjúkdóma á borð við áunna sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig tengist slæmt mataræði offitu og fjölmörgum sjúkdómum sem af henni leiða, og jafnvel sumum krabbameinum. Áhrif mataræðis á heilbrigði er ótvírætt.
október 2017
Munu börnin okkar lifa skemur en við?
Blikur eru á lofti varðandi framþróun undanfarinna áratuga þar sem meðal ævinhefur lengst og sjúkdómsbyrðin hefur minnkað. Ef ekkert er að gert stefnir í að kynslóð barnanna okkar lifi skemur en við sjálf og við verri heilsu.
júní 2018
Litlar ákvarðanir, mikill ávinningur
Það getur virst yfirþyrmandi verkefni að takast á við lífsstílinn. Það hljómar stundum eins og allir eigi að fara út að hlaupa eða í ræktina og á okkur dynja misvísandi skilaboð um hvað sé hollt og hvað óhollt.
júní 2018
Heilsulæsi, heilsuhegðun og lýðheilsumat
Heilsulæsi felst í stórum dráttum í getu einstaklingsins til að nálgast, skilja, og hagnýta sér upplýsingar til að stuðla að góðri heilsu.(1) Í hugtakinu felst meira en að geta lesið bækling, bókað tíma hjá heilbrigðisstarfsmanni, skilja innihaldslýsingar eða fara eftir leiðbeiningum. Heilsulæsi nær út fyrir einstaklinginn og fjölskylduna og á jafnt við um starfsumhverfi, félagslegt umhverfi og þjóðfélagið allt. Allir efnahagslegir, félagslegir og umhverfislegir þættir eru undir, og það þýðir að ábyrgðin á heilsulæsi og heilsuhegðun er ekki aðeins einstaklingsins sjálfs heldur samfélagsins alls.
október 2018
Líf og heilsa
SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lifnaðarhætti þar sem unnið er út frá áhættuþáttum langvinnra, ósmitbærra sjúkdóma. Það er ótvírætt að Líf og heilsa er langstærsta verkefni SÍBS utan heilbrigðisþjónustu, enda hafa yfir 6500 einstaklingar þegið ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðfitu, blóðsykri, súrefnismettun og fleiri þáttum, auk skimunar fyrir áhættuþáttum frá því verkefnið hóf göngu sína í október árið 2016.
október 2018
Leiðari – Heilsa í allar stefnur
Langvinnir, ósmitbærir sjúkdómar standa í dag fyrir 9 af hverjum 10 dauðsföllum og 88% af heildarskaða samfélagsins af völdum sjúkdóma og dauða. Þetta er ekki óhjákvæmilegt, því svo dæmi séu tekin má rekja yfir 80% af heilsufarsskaða vegna hjarta- og æðasjúkdóma og um 44% af heilsufarsskaða vegna krabbameina má rekja til áhættuþátta sem unnt er að hafa áhrif á.1
febrúar 2019
Fornmaðurinn mætir nútímanum
Líffræðileg hönnun nútímamannsins er um 200 þúsund ára gömul og þegar fyrir 50 þúsund árum hafði homo sapiens þróað með sér alla helstu atferlisþætti nútímamannsins svo sem tungumál, listir, óhlutlæga hugsun og flókna áætlanagerð.
júlí 2019
Tvíbent tvíhyggja
Tvíhyggja í heilbrigðisvísindum felur í sér þá afstöðu að líkami og hugur séu aðskilin og mismunandi í eðli sínu. Þekktustu útgáfu tvíhyggjunnar í okkar heimshluta má rekja til kenninga franska heimspekingsins, stærðfræðingsins og vísindamannsins René Descartes frá 17. öld um hugann sem óefnislegt en hugsandi fyrirbæri og líkamann sem efnislegan en án hugsunar. Vissulega var […]
október 2019
Heilsa og hagsmunir þjóðar
Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið klukkustund of fljót miðað við sólartíma. Á veturna þýðir þetta lengra myrkurtímabil á morgnana þar sem skammdegið hellist yfir okkur þremur vikum of snemma og sleppir tökunum þremur vikum of seint. Líffræði manneskjunnar er þannig að morgunbirta er ráðandi fyrir dægursveifluna og svefninn.
febrúar 2020
Þögla hættan
Loftmengun getur valdið skaða í öllum líffærakerfum líkamans samkvæmt stórri rannsókn sem kom út árið 2019 (1). Sýnt er fram á heilsufarsskaða frá toppi til táar, allt frá heilabilun og hjarta- og lungnasjúkdómum yfir í sumar tegundir krabbameina og áhrif á húð og bein. Fóstur á meðgöngu eru ekki undanskilin. Þessi áhrif verða ýmist beint fyrir tilverkan örsmárra agna skaðlegra efna sem tekin eru upp í lungunum og berast um líkamann með blóðrásinni eða vegna bólgusvörunar líkamans sjálfs við áreiti af loftmenguninni.
júní 2020
Hagvöxtur og hamingja
„[Hagvöxturinn] mælir loftmengun og tóbaksauglýsingar og útköll sjúkrabíla vegna umferðarslysa. Hann telur öryggislásana á hurðunum okkar og fangelsin utan um fólkið sem brýtur þá. Hann mælir eyðingu skóga og óspilltrar náttúru sem lögð er undir úthverfaflæmi. Hann telur eldvörpur og kjarnaodda og brynvarða bíla fyrir lögregluna til að kveða niður uppþot í borgunum okkar. Hann […]
október 2020
Tökum ábyrgð á eigin heilsu
Íslenskar konur geta vænst þess að lifa í um 64 ár við fulla heilsu og íslenskir karlar í 70 ár samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins [1]. Meðalævin er hins vegar um 84 ár hjá konumog 81 ár hjá körlum [2].
febrúar 2021
Fjórðungi bregður til fósturs
Forvarnir í heilbrigðismálum eiga sér stað á mörgum stigum sem öll eiga það sameiginlegt að geta dregið úr sjúkdómsbyrðinni á síðari stigum og margborgað sig samfélagslega með því að draga úr þörf á dýrari úrræðum síðar.
maí 2021
Búsetulegur aðskilnaður
Gegnum þróunarsögu nútímamannsins höfum við lengst af lifað í samfélögum nokkurra tuga einstaklinga sem unnu saman að velferð og afkomu heildarinnar. Þarna voru til staðar einstaklingar á ólíkum aldri og með ólíka hæfileika sem saman mynduðu órofa heild sem gat uppfyllt líkamlegar, sálrænar og félagslegar þarfir einstaklinganna frá vöggu til grafar.
febrúar 2022
Ef við ættum að gera eitthvað eitt …
Árlegur kostnaður vegna heilsufarsskaða á Íslandi nemur um þúsund milljörðum króna sé miðað við æviár sem glatast vegna ótímabærs dauða og skerðingar, margfaldað með landsframleiðslu á íbúa. Þetta er fjórum sinnum meira en það sem áætlað er að verja til mótvægisaðgerða vegna Covid-19 árin 2020–2022. Þetta er líka þrisvar sinnum meira en varið er árlega til heilbrigðismála.
júní 2022
Úr viðjum vanans
Það getur virst yfirþyrmandi verkefni að takast á við lífsstílinn. Það getur hljómað eins og allir eigi að fara út að hlaupa eða í ræktina og á okkur dynja misvísandi skilaboð um að eitthvað sé ofurfæða og annað eigi að forðast. Svo verðum við auðvitað að sofa nóg og huga að andlegri heilsu.
mars 2023
Heilsa í manngerðu umhverfi
Gæði hins manngerða umhverfis hefur bein og óbein áhrif á líðan þeirra sem þar búa. Vitað er að gott inniloft skiptir máli fyrir heilbrigð öndunarfæri og góð hljóðeinangrun bætir svefn og heilsu. Við áttum okkur kannski síður á hlutverki dagsbirtunnar sem þó gegnir lykilhlutverki í að stilla af fjölmarga ferla í líkamanum sem hafa áhrif á heilsu. Samt finnum við líklega flest fyrir því hvað dagsbirtan gerir okkur gott og hvað okkur líður vel í notalegu rými með nægri lofthæð.
október 2023
Samfélag fyrir hverja?
Hugtök sem þessi eru áberandi í fjölmiðlum og hagtölur stýra að talsverðu leyti aðgerðum stjórnvalda. Að baki ákvörðunum stjórnmálamanna liggur gjarnan sterk röksemdafærsla byggð á hagfræðilegum staðreyndum. Vandinn er bara sá að ef við tökum ákvarðanir byggðar á hagstærðum verða áhrifin af þeim líka fyrst og fremst á hinar sömu hagstærðir. Þannig getur orðið til hringrás sem missir sjónar á grundvallarspurningunni: Fyrir hverja erum við að reka þetta samfélag?
mars 2024
Ójafn leikur
Gjörunnin matvara spilar á bragðlaukana með ómótstæðilegum en ónáttúrulegum samsetningum af sykri, fitu og salti. Gjörunnin matvara hleður slíku magni af hitaeiningum inn í hvern munnbita að náttúruleg fæða kemst varla í hálfkvisti þar við. Gjörunnin matvara spilar jafnvel á önnur skynfæri en bragð og lykt eins og við þekkjum þegar erfitt reynist að hætta að borða brakandi snakk.
febrúar 2025
Ósýnilegu milljarðarnir
Bætt lýðheilsa felur í sér heilsueflandi aðgerðir sem ná til samfélagsins alls en eru ekki alltaf augljósar. Forvarnamótsögnin svokallaða vísar einmitt til þess þegar fleiri sjúkdómstilfelli koma úr hópum í lágri áhættu heldur en í hárri áhættu, einfaldlega vegna þess að fyrrnefndi hópurinn er miklu stærri. Til að hægt sé að forgangsraða takmörkuðum fjármunum til […]