júní 2017
Sykurinn
Síðastliðna áratugi hefur það verið hin almennt viðurkennda afstaða vísindasamfélagsins að mikil fituneysla og einkum neysla á mettaðri dýrafitu sé sá þáttur í nútímamataræði sem hafi hvað sterkust tengsl við hjarta- og æðasjúkdóma. Þessi trú manna á sér rót i kenningum sem þróuðust um eða upp úr miðri síðustu öld þar sem tengsl fundust milli aukins kólesterólmagns í blóði og hjarta- og æðasjúkdóma. Sá vísindamaður sem hvað þekktastur var fyrir að halda þessu fram var bandarískur lífeðlisfræðingur að nafni Ancel Keys sem áður hafði getið sér gott orð fyrir rannsóknir á svelti og matvælaþróun fyrir bandaríska herinn.