febrúar 2014
Minni mæði – meiri lífsgæði
Tíðni langvinnra lungnateppusjúkdóma hefur vaxið ört á undanförnum árum og er fjórða algengasta dánarorsök nú á tímum. Langvinn lungnateppa er hindrun á loftflæði um berkjur lungna, vegna lungnaþembu og langvarandi berkjubólgu. Talið er að 16.000 til 18.000 Íslendingar 40 ára og eldri hafi langvinna lungnateppu. Reykingar ásamt mengun (iðnaðarryk, kemísk efni og loftmengun) eru algengustu orsakir þessa illvíga sjúkdóms.