október 2015
Eru fæðubótarefni nauðsynleg?
Fæðubótarefni eru í tísku, þau eru fjölmörg og mikið auglýst, mörg hver með loforðum um bætta heilsu og árangur. Auk þess er fólkið sem auglýsir þau oftast í mjög flottu formi samkvæmt stöðlum nútíma samfélags. Því má telja nokkuð eðlilegt að fæðubótarefni þyki spennandi og að fólk, sér í lagi yngri kynslóðin, prófi þau, bara til að reyna hvort þau virki og henti. Það getur verið allt í lagi ef um örugg fæðubótarefni er að ræða en ef það endar með því að einstaklingurinn nærist að miklu leyti á dufti, drykkjum og pillum þá hefur skapast tiltekið ójafnvægi sem er ekki gott fyrir heilsuna þegar til lengri tíma er litið.
júní 2016
Út í náttúruna
Vorkoman er ein sú mesta hvatning til hreyfingar og útivistar sem við getum fengið, einnig má líta á hana eina og sér sem mikla andlega næringu. Við höfum flest tilteknar væntingar til þessa árstíma og sjaldnast erum við svikin um það. Hvernig sem veðrið er þá er koma vorsins svo mikill léttir fyrir okkur eftir veturinn að við vílum ekki fyrir okkur að klæða af okkur smá rigningu og vind.
febrúar 2020
Var Barbapapa forspár um umhverfismál?
Hver man ekki eftir sögunni um Barbapapa þar sem Barbapapafjölskyldan gekk með súrefnisgrímur af því að mengunin í umhverfinu þeirra var orðin svo mikil. Á sínum tíma var þetta ekki svo hugvekjandi en í dag mætti segja að höfundarnir þau Annette Tison og Talus Taylor hafi búið yfir einhverskonar forspá um það sem verða vildi.
október 2022
Glútenóþol eða ofnæmi
Segja má að orðið glútenóþol, sem er bein þýðing á orðinu intolerance á ensku, sé eiginlega rangnefni þar sem sá sem greindur er með glútenóþol þarf að forðast fæðu með glúteni alfarið og því sé tilfellið í raun ofnæmi en ekki óþol. Víða erlendis er orðið Selíak (e. coeliac disease) notað yfir sama sjúkdóm og sá sem greinist með hann þarf að gæta þess að borða ekki glúten alla ævi. Á Íslandi er orðið Selíak minna notað en til eru samtök „Selíak samtökin“ sem auk Astma og ofnæmisfélags Íslands veita fræðslu til þeirra sem ekki þola glúten.
október 2022
Fæði án mjólkursykurs
Mjólkursykur er tvísykra sem finnst í mjólk spendýra. Í móðurmjólk eru um 7,2 g í 100 ml en 4,7 g í 100 ml af kúamjólk. Í meltingarveginum er mjólkursykurinn síðan brotinn niður í smáþörmum fyrir tilstilli ensímsins laktasa. Ef að þetta ensím er ekki til staðar eða í of litlum mæli brotnar mjólkursykurinn ekki eða illa niður, hann dregur að sér vökva sem hækkar vökvainnihald og magn þess sem er í meltingarveginum sem veldur uppþembu, óþægindum og niðurgangi. Að auki fer ómeltur mjólkursykur niður í ristilinn þar sem hann gerjast fyrir tilstilli baktería og við það myndast stuttar fitusýrur og loft. Þetta ferli leiðir til vindgangs og uppþembu sem er einkennandi hjá þeim sem þola illa eða ekki mjólkursykur. Til að sannreyna hvort að mjólkursykuróþol er til staðar eru gerð sértæk öndunarpróf.