júní 2015
Hreyfing – mikilvæg heilsuhegðun
Miklar breytingar hafa orðið á lifnaðarháttum fólks á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi á undanförnum tveimur til þremur áratugum. Afleiðingar þessara breytinga eru m.a. aukning á heilsufarstengdum vandamálum meðal barna og unglinga, fullorðinna, sem og aldraðra. Fjölmargar rannsóknir, m.a. vísindamanna við Háskóla Íslands, á undanförnum árum hafa sýnt að heilsufarsvandamálum sem tengjast nútíma lifnaðarháttum hefur fjölgað og er þetta samþætt og flókið vandamál. Ofþyngd, hreyfingarleysi, og óhollt mataræði eiga þar sennilega stærstan þátt. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hvernig lifnaðarhættir fólks voru fyrir u.þ.b. 20 til 30 árum og þá einkum að skoða hvernig þjóðfélagið í „gamla daga“ var uppbyggt og skipulagt.
október 2019
Svefnvenjur ungmenna
Áður en við fjöllum um svefnvenjur er mikilvægt að velta fyrir sér þeirri einföldu spurningu: „Hvaða fyrirbrigði er svefn?“ Að reyna að skilgreina eða skilja svefn er nokkurn veginn það sama og reyna að skilja lífið. Alfræðiorðabók skilgreinir svefn sem „nátturlegt hvíldarástand í ákveðinn tíma hugsað fyrir líkama og sál“. Fullyrða má að frekar mörg atriði séu nokkuð óljós í þessu samhengi, en engu að síður má segja að svefn sé tímabil hvíldar, við hvílum lúinn líkama og endurheimt á sér stað – bæði líkamlega og andlega.