júní 2014
Að viðhalda góðum árangri
Segjum að ég hafi áhuga á að breyta um lífsstíl. Hvað geri ég næst? Hvað vil ég gera? Af hverju vil ég breyta um lífsstíl? Þú hefur svarið. Hugarfarið stjórnar ferðinni. Þar ert þú við stjórnvölinn. Ef þú tekur þá ákvörðun að standa með þér, skoðar þínar aðstæður og leitar lausna, færð aðstoð til að komast af stað, þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þú náir árangri. Nú er komið að því að skoða stöðuna, setja markmið og hefjast handa.
júní 2014
Hvernig snýr maður við blaðinu?
Hornsteinar góðrar heilsu eru regluleg hreyfing, góð næring, endurnærandi svefn og hugarró. Til að viðhalda góðri heilsu og líðan þarf að huga að öllum þessum þáttum. Á hverjum degi tökum við heilmargar ákvarðanir sem hafa áhrif á heilsu okkar og líðan. Margar þessar ákvarð- anir tökum við ómeðvitað og gefum þeim lítinn gaum, teljum að svo smávægilegir hlutir skipti ekki máli. En safnast þegar saman kemur. Við erum fljót að festast í viðjum vanans og því er mikilvægt að það sem við temjum okkur dagsdaglega sé að vinna með heilsunni okkar en ekki á móti henni.
október 2015
Njótum matarins, njótum lífsins
Líkaminn okkar er kraftaverk. Því meira sem ég læri um þetta magnaða sköpunarverk því meiri virðingu fyllist ég fyrir þessu flókna samspili ólíkra þátta sem starfa saman sem ein heild. Það sem gerir þetta líka svo heillandi er hversu ólíkir líkamar okkar eru og hversu ólíkt þeir bregðast við umhverfinu þó ákveðnir þættir séu vissulega sambærilegir í hverjum mannslíkama.
október 2016
Bættur lífsstíll léttir álagið á heilbrigðiskerfið
Heilbrigðismál eru klárlega mál málanna fyrir þessar kosningar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Umræða um vanda Landspítalans er hávær og úrbóta er þörf. Loforðin um eflingu heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu þurfa að verða meira en orðin tóm. Við þurfum áfram framúrskarandi sérfræðilækna til starfa og aukna þverfaglega samvinnu ólíkra heilbrigðisstétta. Þá þurfum við aukið aðgengi, öfluga samvinnu, bætta yfirsýn og samfellu í þjónustunni. Víða er unnið mjög gott starf, en betur má ef duga skal.
október 2020
Holdafar og heilsa
Holdafar og líkamsbygging er eðlilega mjög mismunandi milli einstaklinga. Samt virðist vera fyrir hendi sú krafa að allir geti verið steyptir í sama mót og að holdafar okkar sé eitthvað sem við stýrum alfarið sjálf. Samfélagsumræða sem hampar grönnum líkömum og talar niður til einstaklinga í ofþyngd eða offitu er því miður algeng. Umræða um samband offitu og heilsubrests hefur stundum tekið á sig mynd hræðsluáróðurs. Háværar raddir heyrast líka gegn umræðu um tengsl holdafars og heilsu og enn eru til einstaklingar sem telja að sjúkdómurinn offita sé ekki til. Því er ekki að undra að umræða um þyngd einstaklinga geti verið vandasöm.
október 2022
Melting eftir efnaskiptaaðgerð
Þekking og skilningur á sjúkdómnum offitu hefur aukist mikið á undanförnum árum og nýjar meðferðarleiðir líta dagsins ljós, meðal annars nýjar lyfjameðferðir, sem er vel. Fjöldi þeirra sem fer í efnaskiptaðgerð vegna offitu hefur aukist mikið síðastliðin ár. Flestir fara í slíkar aðgerðir að vel athuguðu máli og eru vel undirbúnir. Enn ber þó nokkuð á fordómum gagnvart sjúkdómnum offitu og aðgerðunum einnig. Það býður heim hættunni á að einstaklingar með offitu leiti sér ekki viðeigandi aðstoðar í heilbrigðiskerfinu eða velji meðferðarleiðir eins og efnaskiptaaðgerð án viðeigandi undirbúnings og án þess að átta sig vel á þeirri miklu breytingu sem líkami þeirra er að fara í gegnum.
júní 2023
Af hverju kvenheilsa?
Efni blaðsins er að þessu sinni tileinkað kvenheilsu. En af hverju kvenheilsa? Og hvað með karlana? Er verið að búa til enn eitt sílóið þar sem líkaminn er bútaður niður í mismunandi einingar? Er þetta tímaskekkja í aukinni umræðu um ólíka kynvitund og kynhneigð einstaklinga? Allt eru þetta spurningar sem komu fram þegar við settum á laggirnar nýtt kvenheilsuteymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. En sem betur fer var jákvæð og uppbyggjandi umræða meira áberandi og skilningur á nauðsyn þess að sinna þessum málaflokki vel og markvisst og viðtökurnar hafa verið frábærar.
júní 2024
Hvenær er offita sjúkdómur?
Sú kenning að líkamsþyngd sé stýrt á þann einfalda máta að mismunur hitaeininga inn og út ráði för hefur verið ansi lífseig. Enn má jafnvel heyra heilbrigðisstarfsfólk ráðleggja einstaklingum að borða minna og hreyfa sig meira án þess að kanna nánar stöðu mála. Slík ofureinföldun er mjög langt frá sannleika málsins. Ráðleggingin getur snúist upp í andhverfu sína og valdið einstaklingum með offitu sem reyna að fylgja þessum leiðbeiningum hreinlega skaða. Vissulega er hreyfing af hinu góða fyrir alla og ekki er skynsamlegt að borða mikið umfram þörf líkamans hverju sinni en þyngdarstjórnunarkerfi líkamans bregðast við breytingum á flókinn hátt.