júní 2014
Átt þú erfitt með að festa svefn á kvöldin?
Ef þú svarar einhverjum þessara spurninga játandi er líklegt að þú þurfir að skoða svefnvenjur þínar og gera breytingar sem stuðla að betri svefni.
október 2017
Svefn og bólgur
Góður nætursvefn er mikilvæg grunnstoð heilsu líkt og hreyfing og næring. Þó svefninn veiti okkur nauðsynlega hvíld er þetta mjög virkt ástand þar sem mikil vinna á sér stað bæði í líkama og sál. Líkaminn er bæði að endurnæra sig og byggja sig upp þegar við sofum og skortur á svefni getur haft margvíslegar neikvæðar afleiðingar á heilsu og líðan.
október 2019
Langvarandi svefnleysi
Flestir hafa einhvern tímann upplifað það að leggjast á koddann og eiga erfitt með að festa svefn og margir kannast eflaust vel við það að upplifa stöku sinnum andvökunætur. Sem betur fer ná flestir að rétta svefninn af eftir nokkrar andvökunætur en stundum þróast vandinn þó út í langvarandi svefnleysi. Þegar við sofum illa er okkur eðlislægt að vilja bæta upp fyrir tapaðan svefn með því að leggja okkur á daginn, fara fyrr að sofa á kvöldin eða lúra lengur á morgnana. Því miður er það einmitt þessi hegðun sem oft og tíðum veldur því að skammvinnt svefnleysi þróast út í langvarandi vanda.
október 2019
Betri svefn grunnstoð heilsu
Við verjum um þriðjungi ævinnar sofandi og þvi er meðal maðurinn að sofa hátt í 30 ár af ævi sinni. Það er vissulega langur tími en svefninn er svo sannarlega ekki tímasóun þar sem góður nætursvefn er grunnforsenda góðrar heilsu og lífsgæða. Svefninn skiptist upp í fjögur mismunandi svefnstig sem við förum í gegnum nokkrum sinnum á hverri nóttu. Hvert svefnstig hefur sinn tilgang og sitt sérkenni. Fullorðið, heilbrigt fólk dvelur um 1% nætur á svefnstigi eitt, um 50% á svefnstigi tvö og um 20% á svefnstigi þrjú sem er svokallaður djúpsvefn. Draumsvefn er svo fjórða svefnstigið sem nemur um fjórðungi nætursvefns en hafa ber í huga að svefnhringur getur verið breytilegur milli nátta og milli einstaklinga.
október 2020
Svefn hefur víðtæk áhrif á heilsu
Meðalmaðurinn sefur í 25–30 ár af ævi sinni og það er svo sannarlega ekki að ástæðulausu að svo stór hluti ævi okkar fer í svefn. Góður nætursvefn er grunnforsenda góðrar heilsu og lífsgæða. Hlutverk svefns er margþætt en endurnýjun, endurnæring, úrvinnsla, viðgerð og uppbygging eru meðal þess sem á sér stað í svefni. Fullorðnir þurfa að sofa 7–9 klukkustundir á sólarhring (börn og unglingar lengur) og bæði of stuttur og of langur svefn hafa neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Samkvæmt heilbrigðiskönnun Gallup sem framkvæmd var árið 2019 kom fram að 34% fullorðinna Íslendinga segjast sofa sex klukkustundir eða minna á sólarhring að staðaldri sem er mikið áhyggjuefni. Á sama tíma sjáum við of stuttan svefn hjá íslenskum börnum og ungmennum.
júní 2023
Konur, svefn og hormón – Þekkir þú þínar innri árstíðir?
Vissir þú að konur eru um 40% líklegri en karlar til að glíma við svefnleysi og margar rannsóknir benda einnig til þess að konur þurfi að staðaldri lengri svefn en karlar? Þessar staðreyndir eru áhugaverðar og það er ýmislegt sem skýrir kynjamun þegar kemur að svefni og svefnröskunum.