október 2022
Meltingarvegurinn og starfsstöðvar hans
Þótt munnholið sé fyrsti hlutur meltingarvegarins gera langvinnir meltingarsjúkdómar sjaldan vart við sig þar með örfáum undantekningum. Í munnholinu eru vöðvar sem sjá um að tyggja fæðuna og búa hana undir flutning niður á við. Ef fólk gefur þessu hlutverki ekki nægan gaum getur fæðan fest í vélinda á leiðinni niður, einkum og sér í lagi ef um bólgur eða aðra sjúkdóma er að ræða í vélindanu.