júní 2016
Ferðamaður í eigin landi
Sumarið er runnið upp og margir verða á faraldsfæti víða um land. Vinsælast er að ferðast um landið í júlí og þá er bæði fjöldi Íslendinga og útlendinga í hámarki. Sumir býsnast yfir fjöldanum á vinsælustu ferðamannastöðunum og auðvitað er mikill fjöldi samankominn á mörgum stöðum, sérstaklega á Suðurlandi. Það dregur úr náttúruupplifun að deila stað með mörg hundruð eða þúsund manns og því hlýtur að vera eftirsóknarvert að fara um svæði þar sem eru færri ferðamenn. Ég vil því hvetja landsmenn til að hugsa lengra og velta fyrir sér hvort ekki eru staðir sem þeir eiga eftir að heimsækja og skoða.