febrúar 2019
Meðferðir við ofnotkun skjátækja og tölvufíkn
Meðferðir við ofnotkun skjátækja og tölvufíkn
Það er að rétt að byrja á því að útskýra að það eru ekki nær allir vísinda- og fræðimenn sammála um hvernig ber að skilgreina tölvu- eða skjánotkun sem skapar vandamál. Enda er þetta nokkuð nýleg tækni og því nýlegt svið félagsvísinda, að rannsaka þá hegðun sem skapar vandamál í kringum skjá- eða tölvunotkun. Ekki gerir það auðveldara fyrir að tæknin breytist svo hratt að fræðigreinarnar ná oftast ekki að halda í við breytingarnar. Þessi ágreiningur er áberandi þegar algeng greiningarviðmið á Vesturlöndum eru skoðuð. Það er nýtilkomið að til séu greiningar sem tengjast skjánotkun, þó einungis yfir það sem er skýrt sem tölvuleikjaröskun (e. Gaming Disorder). Tölvuleikjaröskun var talið eitthvað til frekari rannsókna árið 2013 í greiningarkerfi Geðlæknafélags Bandaríkjanna, DSM-5. Í greiningarkerfi sem Heilbrigðisstofnun Sameinuðu Þjóðanna (e. WHO) gefur út, ICD-11, varð tölvuleikjaröskun að opinberu greiningarviðmiði 2018. Því er ekkert undarlegt að erfitt sé að koma orðum á vandamálin og flókið að bregðast við þeim á skipulagðan hátt.