júní 2022
Bætt heilsa með betra mataræði
Það er nokkuð óumdeilt að mataræði er einn af stærstu áhrifaþáttum heilsufars okkar og lífsgæða út lífið. Það sem við borðum getur bæði aukið og minnkað líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem hormónaójafnvægi, sykursýki, krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Matur og næring hefur einnig áhrif á lífsgæði okkar og líðan. En hvað er góð næring? Hvað eigum við að borða? Þarf að taka vítamín? Er spelt hollara en hveiti? Hvort er betra, sætuefni eða sykur? Lágkolvetnamataræði eða föstur?
október 2024
Matarvenjur og heilsa barna
Maturinn sem við borðum (eða borðum ekki) hefur mikil áhrif á heilbrigði okkar, bæði andlegt og líkamlegt. Fjölbreytt, næringarríkt fæði líkt og er ráðlagt í opinberum fæðuráðleggingum getur aukið líkamlega og andlega vellíðan ásamt því að minnka líkur á lífsstílstengdum heilsufarskvillum og ótímabærum dauðsföllum. Aftur á móti getur of lítil neysla af ávöxtum, grænmeti, heilkornum, baunum, linsum, hnetum og fisk haft öfug áhrif. Það er því ansi mikilvægt að huga vel að því að næra sig og vanda fæðuvalið til að efla heilbrigði okkar og vellíðan.