febrúar 2014
Hvað eru lungun að segja þér?
Að undanförnu hefur fólk í vaxandi mæli gert sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar til að við halda góðri heilsu. Útihlaup og hjólreiðar njóta vaxandi vinsælda og fjölmargir synda reglulega. Til þess að góður árangur náist þurfa lungun að starfa eðlilega og mikilvægt er að greina orsakir áreynslubundinna einkenna í öndunarfærum.