október 2014
Heilsa, jöfnuður og réttlæti, ábyrgt lýðheilsustarf
Markmið lýðheilsustarfs er að efla heilsu og vellíðan og fyrirbyggja sjúkdóma. Það byggist á því að finna þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan og beita víðtækum, almennum aðgerðum til að draga úr áhættuþáttum og auka verndandi þætti meðal almennings. Sem dæmi um slíkar aðgerðir má nefna reglugerðir og álagningu í tengslum við neysluvörur sem hafa neikvæð áhrif á heilsu (t.d. tóbak, áfengi, sykraða gosdrykki og sælgæti), fræðslu og vitundarvakningu (t.d. „5 á dag“ og „Geðorðin 10“), opinberar ráðleggingar (t.d. ráðleggingar um mataræði og ráðleggingar um hreyfingu), og árleg samfélagsverkefni á borð við „Tóbakslaus bekkur“, „Göngum í skólann“ og „Hjólum í vinnuna“.
febrúar 2017
Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum
Á síðastliðnu ári birti Embætti landlæknis í fyrsta skipti svokallaða lýðheilsuvísa (e. public health indicators) fyrir hvert heilbrigðisumdæmi á Íslandi. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.
október 2018
Nýjar áskoranir og ný tækifæri í lýðheilsustarfi
Heilsa og líðan hafa mikil áhrif á daglegt líf og almenn lífsgæði á öllum æviskeiðum. Einstaklingar hafa ekki aðeins hag af því að búa við góða andlega, líkamlega og félagslega heilsu heldur er til mikils að vinna fyrir fjölskyldur, vinnuveitendur og samfélög. Meiri virkni og minni þörf fyrir ýmiss konar úrræði léttir m.a. á heimilum, heilbrigðiskerfinu sem og öðrum kerfum.
október 2020
Mikilvægi félagslegrar heilsu
Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan (WHO, 1948). Mikil vakning hefur orðið meðal þjóðarinnar hvað varðar líkamlega heilsu á undanförnum áratugum og fer sífellt vaxandi á sviði andlegrar heilsu og vellíðanar. Minni áhersla hefur hins vegar verið á félagslega heilsu og vellíðan. Hvernig birtist þessi félagslegi þáttur heilsunnar og hvaða áhrif hefur félagsleg vellíðan á heilsuna í heildarsamhengi?
október 2023
Hamingjan … best af öllu sköpunarverkinu
Hamingjan og leit að hamingjunni hefur verið viðfangsefni mannkyns frá upphafi. Við eigum það sameiginlegt að vilja líða vel og eiga gott og hamingjuríkt líf. Einnig óskum við öllum þeim sem okkur þykir vænt um að þau séu hamingjusöm. En hvað er hamingja, er hægt að leita hana uppi eða er hún afurð annarra þátta?
október 2023
Lýðheilsa í velsældarhagkerfi
Margar þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í dag og í nánustu framtíð krefjast sameiginlegra aðgerða stjórnvalda og samfélagsins alls þar sem unnið er þvert á geira og stjórnsýslustig. Dæmi um slíkar áskoranir eru meðal annars loftslagsbreytingar, gervigreind, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, ýmsar ógnir við andlega líðan og ójöfnuður til heilsu. Almennt er viðurkennt að það er hægt er að bregðast við og vinna að úrlausnum þessara flóknu mála á áhrifaríkan hátt með samþættingu í opinberri stefnumótun, áætlanagerð og vinnulagi þar sem öll málefnasvið og aðrir hagaðilar hafa hlutverk í vegferðinni að sameiginlegum markmiðum.